** Athugið að viðburðinum hefur verið frestað **
Takið daginn frá því að fimmtudaginn 19. mars munu tveir þjóðfræðingar Alice Bower og Pétur Húni kynna efni nýlegra MA ritgerða sinna í Odda 106 í Háskóla Íslands kl. 17:30-18:30. Eins og við vitum öll eru ritgerðir í þjóðfræði einstaklega áhugaverðar og skemmtilegar og við hvetjum sem flesta til að koma og hlusta á kynningu á þessum áhugaverðu rannsóknum. Ágrip að fyrirlestrunum koma inn þegar nær dregur. Eftir kynningarnar munum við svo færa okkur yfir á Stúdentakjallarann og halda fjörinu áfram. Hlökkum til að sjá ykkur!
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
October 2024
|