Þótt heimildir séu fámálar er líklegt að Íslendingar hafi alltaf haldið til dagsins í mat og drykk eftir efnum og ástæðum. Sumargjafir eru þekktar frá 16. öld og eru miklu eldri en jólagjafir. Ekki var unnið nema nauðsynjastörf eða táknræn sumarstörf, og hafa börn nýtt daginn til leikja. Víða var messað á sumardaginn fyrsta til miðrar 18. aldar en húslestrar héldust mun lengur. Samkomur hefjast í sveitum og bæjum seint á 19. öld. Eftir aldamót tengjast þær ungmennafélögum, en frá þriðja áratugnum hefur dagurinn verið helgaður börnum með skrúðgöngum, skemmtunum og útgáfustarfi. Fyrsti “barnadagurinn” var í Reykjavík árið 1921. Ýmis þjóðtrú tengist sumarkomu, og er meðal annars talið vita á gott ef sumar og vetur “frýs saman” aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Þegar maður sá fyrsta tungl sumars átti hann að steinþegja þar til einhver ávarpaði hann. Úr ávarpinu mátti lesa véfrétt, og hét þetta að láta svara sér “í sumartunglið” (Árni Björnsson, Saga daganna, 2007:31). Þó að samkomur séu ekki leyfilegar þessa stundina er allavega kjörið að gera vel við sig í mat og drykk, splæsa í sumargjöf og hlusta eftir spádómum um komandi tíma þegar ykkur er svarað í sumartunglið.
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
October 2024
|