Í tilefni af þorranum ætlum við að fjölmenna á Atlavöku 8. febrúar næstkomandi. 11:30-13:00 laugardaginn 8. febrúar er námskeið í íslenskum þjóðdönsum sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Þjóðbrók ætla að fjölmenna á. Þetta er kjörin leið til að læra öll bestu sporin fyrir Þorrablótið sem er 14. febrúar. Einnig munu margir þjóðfræðingar mæta á Atlavöku um kvöldið svo endilega sláist í hópinn. Hvar: Í sal Þjóðdansafélags Reykjavíkur, að Álfabakka 14a (Mjóddin). Hvenær: 11:30-13:00 laugardaginn 8. febrúar Atlavaka er bráðskemmtileg þjóðlaga- og þjóðdansahátíð. Yfir daginn eru námsskeið í þjóðdönsum frá Finnlandi, Íslandi og Færeyjum. Um kvöldið er svo Atlavakan sjálf þar sem dansað er framm á nótt. Nánari upplýsingar um Atlavöku má finna hér eða með því að slá "Atlavaka 2020" inn í leitargluggan á Facebook.
Einnig eru upplýsingar um hópferðina að finna á viðburði FÞÍ á Facebook. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur þessa spennandi hátíð! Hlökkum til að sjá ykkur :D
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
October 2024
|