Kristinn Schram flytur erindið: „Ertu búinn að spritta á þér fokking hendurnar, Einar Áskell?“ Húmor á viðsjárverðum tímum
Á dögum kórónuveirunnar er gríni dreift um samfélagsmiðla sem aldrei fyrr. Húmor á viðsjárverðum tímum hefur lengi verið viðfangsefni þjóðfræðinga. Sem dæmi hafa stórslys, hryðjuverk og efnahagshrun öll verið umfjöllunarefni í vægðarlausum „gálgahúmor“. Þjóðfræðingar greina það stundum sem leið til að verjast eða losa um erfiðar eða bældar tilfinningar. Í þessum fyrirlestri fjallar Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði, um það hvernig alþýðlegt, og stundum óheflað, grín er notað til að orða og deila erfiðri reynslu og koma böndum á furðulegar aðstæður. Þórdís Edda Guðjónsdóttir mun svo segja frá facebook hópnum Þjóðfræðisöfnun - covid 19 þar sem rúmlega 1000 manns safna bröndurum og öðru þjóðfræðiefni tengdu veirunni. Slóð á viðburðinn verður sett inn hér og á Facebook síðu félagsins klukkan 17:55 samdægurs. https://eu01web.zoom.us/j/68168796527
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
October 2024
|