Fyrsta starf eftir útskrift?
Vann hjá Sögusmiðjunni, við textagerð og rannsóknir, einkar skemmtilegt og gefandi. Hvað ertu að gera núna? Núna er ég í fæðingarorlofi, en áður en það byrjaði vann ég í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum, sem kennari. Einnig vinn ég sjálfstætt við að fara með fólk í gönguferðir í náttúrunni, segja frá þjóðtrú og sögum sem tengjast umhverfinu. Myndi segja að ég sé sagnakona náttúrunnar. Elska að segja sögur af plöntum, steinum, fuglum og trjám. Einnig segi ég mikið af drauga -og galdrasögum á veturna. Hver eru þín helstu áhugamál? Mín helstu áhugamál er móðir jörð og allt sem henni fylgir, miðla skilningi á henni. Hún er allt sem við þurfum og okkur ber skylda til að skilja hana, virða og hugsa vel um. Einnig elska ég að rækta grænmeti og tómata. En það gerum við Tómas Atli Ponzi, maðurinn minn inni í Mofellsdal. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Ég hef eina hjátrú en ég fer alltaf með þessa þulu á áramótunum: Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinalausu, Síðan kveiki ég á kertum hér og þar og býð álfana velkomna. Finnst þetta fallegur siður og hjátrú. Að vera þjóðfræðingur er dásamlegt, snertir á flestum sviðum mannlífsins. Takk fyrir mig!
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
September 2024
|