Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • Viðburðir 2024 - 2025
    • Landsbyggðarráðstefna 2023 >
      • Dagskrá Landsbyggðarráðstefnu
      • Málstofur og erindi
    • Myndir
  • Fréttir
    • Þjóðfræðingur Mómentsins
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband

Þjóðfræðingur mánaðarins: Elsa Guðný Björgvinsdóttir

5/14/2019

0 Comments

 

​Nafn: Elsa Guðný Björgvinsdóttir

Útskriftarár: Útskrifaðist með MA í hagnýtri þjóðfræði árið 2015. Hafði áður tekið BA í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri.
Picture
Lokaritgerð/ir: Lokaverkefnið mitt bar heitið ”Yfir dundi askan dimm” og var annars vegar rannsókn á upplifun fólks af öskufallinu sem kom í kjölfar eldgossins í Öskju árið 1875 og hins vegar sýning þar sem efninu var miðlað til almennings. ​Kveikjan að verkefninu var dagbók sem langalangafi minn, Gunnlaugur Snædal bóndi á Eiríksstöðum á Jökuldal, skrifaði á þeim tíma sem askan féll og geymir afar áhrifamiklar lýsingar. Verkefnið var unnið undir leiðsögn Terry Gunnell og sýningin var bæði sett upp á Vopnafirði og Egilsstöðum.

Fyrsta starf eftir útskrift?
Safnstjóri Minjasafns Austurlands.

Hvað ertu að gera núna?
Er ennþá safnstjóri Minjasafns Austurlands.

Hver eru þín helstu áhugamál?
Saga, menning og alls konar grúsk. Hef líka gaman af því að lesa góðar bækur og er alltaf að reyna að gera meira af því. Útivist með fjölskyldunni er líka ofarlega á lista.

Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn?
​Ég er uppalin á áðurnefndum Eiríksstöðum þar sem þjóðsagan segir að heimilisfólkið hafi einu sinni tekið upp á því að spila á jólanótt með skelfilegum afleiðingum. Í minni fjölskyldu hefur því alltaf verið harðbannað að spila á aðfangadagskvöld og jólanótt og ég rígheld í þessa hjátrú.  
0 Comments



Leave a Reply.

    Félag þjóðfræðinga á Íslandi

    Hér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected]

    Færslur​

    May 2025
    April 2025
    March 2025
    January 2025
    October 2024
    September 2024
    August 2024
    May 2024
    November 2023
    August 2023
    October 2022
    August 2022
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018

    Flokkar

    All
    Pistill
    Ráðstefnur
    Söfn
    Söfnun
    Viðburðir
    Þjóðfræði
    Þjóðfræðingur Mánaðarins

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • Viðburðir 2024 - 2025
    • Landsbyggðarráðstefna 2023 >
      • Dagskrá Landsbyggðarráðstefnu
      • Málstofur og erindi
    • Myndir
  • Fréttir
    • Þjóðfræðingur Mómentsins
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband