Ég útskrifaðist með Bed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 1993 og lokaritgerðin mín þar fjallaði um Grýlukvæði í safni Ólafs Davíðssonar: Íslenskar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur. (Ég man því miður ekki hvað hún heitir).
Fyrsta starf eftir útskrift? Fyrir og eftir útskrift vann ég sem stundakennari við námsbraut í þjóðfræði, gerði fjölmarga útvarpsþætti fyrir Rúv sem allir fjölluðu um þjóðfræði og starfaði líka sem leiðsögumaður í hjólaferðum á Ítalíu, Austurríki og Frakklandi en þar kom þjóðfræði reyndar lítið við sögu. Hvað ertu að gera núna? Núna á ég heima í Hveravík á Ströndum þar sem ég nota tímann til að tala við hestana sem hér eiga líka heima og hundinn Hansa sem hér ræður eiginlega öllu og svo er ég líka með vikulegt innslag héðan af Ströndum í Mannlega þættinum á Rúv. Hver eru þín helstu áhugamál? Mín helstu áhugamál eru að tala við hestana eins og áður hefur komið fram, fara með hundinum Hansa í gönguferðir, græða upp landið hér sem líklega hefur verið ofbeitt í gegnum aldirnar, fara á kajak á firðinum og njóta þess að vera hluti af þessu frábæra samfélagi sem hér er. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Ekki margt er ég hrædd um, ég vil þó t.d. helst ekki tala um eitthvað slæmt sem gæti gerst af því þá gæti það gerst, Kannski ekki hjátrú en ég mundi ekki vilja að álfasteinarnir hér í hlíðinni yrðu færðir til og mér finnst óþægilegt þegar hundurinn ,,merkir” sér þá. Já það er semsagt ekki mikil hjátrú eftir í mínu höfði og kannski hefur áralangt þjóðfræðigrúsk breytt einhverju þar um.
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
January 2025
|