Nafn: Ólöf Magnúsdóttir Útskriftarár: 2015 Lokaritgerðir: “Það er engin hetjudáð að þora að fæða heima” um heimafæðingar í samtímanum. Fyrsta starf eftir útskrift: Ég fór beint í M.A nám í hagnýtri menningarmiðlun. Þar ákváðum við fjórar skólasysturnar að stofna nýsköpunnarfyrirtækið Jaðarmiðlun, þar sem við miðlum sagnaarfi í blönduðum sýndarveruleika. Svo það er mitt fyrsta starf eftir útskrift. Hvað ertu að gera núna: Við erum enn að reka Jaðarmiðlun og ætlum okkur stóra hluti í sumar. Það verður nefnilega hægt að hitta Rispu í sumar en hún er fyrsta sýndarveruleika huldukonan. Sem er truflað spennandi. En flesta daga mæti ég líka í Ráðhúsið þar sem ég vinn á skrifstofu borgarstjórnar. Hver eru þín helstu áhugamál: Það sveiflast til og frá. Stundum finnst mér eins og ég eigi öll áhugamálin og stundum finnst mér ég drepleiðinleg og algjörlega áhugalaus um allt. Ég hef samt mest bara áhuga á fólki og því sem ég er að brasa hverju sinni. Þjóðfræðin er samt besta áhugamálaafsökun í heimi. Því nú er ég með háskólagráðu í því að grandskoða litbrigði lífsins og kalla það fræðilega rannsókn. Hefur þú einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn?: Ég er óttalega trúlaus á flestum sviðum.
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
September 2024
|