Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband

Þjóðfræðingur mánaðarins: Rannveig Karlsdóttir

1/27/2020

0 Comments

 
Picture
Nafn: Rannveig Karlsdóttir

Útskriftarár: 2014

Lokaritgerð/-ir: Meistararitgerð mín í þjóðfræði hét „Að prjóna saman samfélag. Hlutverk og gildi handverks eftir bankahrunið 2018“. Eins og nafnið ber með sér reyndi ég að rýna í ástæður þess og merkingu að þjóðin virtist gripin hálfgerðu handverksæði í þó nokkurn tíma eftir bankahrunið 2008. Þar áður hafði ég skrifað B.Ed. ritgerð við Háskólann á Akureyri.

​Fyrsta starf eftir útskrift: Starf á bókasafni Verkmenntaskólans á Akureyri, ásamt kennslu í íslensku við sama skóla. Ég ætlaði að fá vinnu á bókasafninu til að forðast kennsluna enda starfað sem grunnskólakennari í nokkur ár og taldi nóg komið. En kennslan togaði fast enda ótrúlega skemmtilegt starf.

Hvað ertu að gera núna? Nú sinni ég eingöngu kennslu við VMA, er m.a. að prófa mig áfram með kennslu í þjóðfræðiáfanga undir hatti íslenskunnar.

Hver eru þín helstu áhugamál? Fyrst og fremst lestur en ég slæ ekki hendinni á móti góðu púsluspili. Einnig hef ég óþrjótandi áhuga á fólki og því sem það tekur sér fyrir hendur. Því les ég oft fræðibækur um það sem vekur áhuga minn hverju sinni og sæki jafnvel ráðstefnur, bara til að halda mér við í fræðunum og njóta þess að vita meira í dag en í gær. Mér finnst til dæmis alltaf jafnskemmtilegt að fylgjast með Eurovision og spá í keppnina með þjóðfræðigleraugun uppi. Ég hef líka gaman að því að lesa og skoða ýmislegt í tengslum við samfélagsmiðla og notkun (ungs) fólks á þeim. Þess á milli dett ég í sögulegt grúsk enda gegni ég stöðu ritara hjá Sögufélagi Eyfirðinga. Eiginlega má segja að ég sé áhugamanneskja um áhugamál.

Hefurðu einhverja þjóðtrú sem þú brýtur aldrei gegn? Nei, en ég á þó til að banka í tré og segja 7-9-13 þegar ég er of yfirlýsingaglöð eða glannaleg í fullyrðingum um eitthvað sem framtíðin ber í skauti sér.

0 Comments



Leave a Reply.

    Félag þjóðfræðinga á Íslandi

    Hér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á felagthjodfraedinga@gmail.com

    Færslur​

    October 2022
    August 2022
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018

    Flokkar

    All
    Pistill
    Ráðstefnur
    Söfn
    Söfnun
    Viðburðir
    Þjóðfræði
    Þjóðfræðingur Mánaðarins

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband