Frá tíu ára aldri hef ég verið hugfangin af íslensku þjóðsagnaverunum, í þjóðfræðináminu beindist athygli mín sérstaklega að tröllum. Tröllasögur eru fullar af svörtum húmor og ádeilu. Meistaraverkefni mitt úr hagnýtri menningarmiðlun fjallaði um eyðiþorpið Skálar á Langanesi.
Fyrsta starf eftir útskrift? Ég starfaði við kennslu í grunnskóla þegar ég lauk BA námi og hélt því áfram í þó nokkur ár. Hvað ertu að gera núna? Ég er verkefnastjóri hjá SÍMEY, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Þar hef ég umsjón með námsveri á Dalvík, vinn að þróunarverkefnum, kem að gerð fræðslugreininga og margt fleira. Hver eru þín helstu áhugamál? Bókalestur alltaf númer eitt, einhvern veginn verður það nú þannig að glæpasögur taka til sín stóran hluta af mínum lestrartíma, en ég er alltaf að leitast við að stækka hluta fagurbókmennta og fræðibóka í bunkanum á náttborðinu. Þar fyrir utan hef ég mjög gaman af gönguferðum, helst um íslenskar heiðar, ekki skemmir ef gott sagnafólk er með í för. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Nei, satt best að segja er ég skammarlega lítið hjátrúarfull. Mér er reyndar meinilla við að hrífur snúi tindum upp í loft og aldrei myndi ég drepa járnsmið viljandi, það stýrist þó held ég meira af slysahættu og virðingu fyrir lífi almennt en ótta við rigningu.
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
September 2024
|