Cand.mag.-ritgerðin mín við Háskólann í Ósló nefnist Gjengangere i Eyjafordur område. Þar fjalla ég um draugasögur úr Eyjafirði, flokka þær og leitast fyrst og fremst eftir að svara því hverjir ganga aftur og hvers vegna.
Meistaraprófsritgerðin mín í þjóðfræði við HÍ heitir Þegar saman safnast var: Útileikir barna á Akureyri og í Reykjavík á árabilinu 1900 til 1950. Þar er leitast við að svara rannsóknarspurningunn: Hverjir og hvernig voru útileikir barna og með hvaða hætti endurspeglast samfélagsaðstæður í bernskuleikjunum á Akureyri og í Reykjavík á árabilinu 1900 til 1950? Meginrannsóknarspurningin felur síðan í sér fimm undirspurningar: Hvernig léku börn sér úti við á þessum tíma?, Hvar og með hverjum léku börnin sér?, Hvernig hafði samfélagið og umhverfið áhrif á barnaleiki?, Hverjir og hvernig voru leikirnir? Og hver var tilurð barnleikjanna og hvaðan voru þeir sprottnir? Fyrsta starf eftir útskrift? Haustið 1985 fór ég að kenna við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og geri enn. Jafnframt vann ég nokkur ár við þáttagerð fyrir RUV þar sem þjóðfræðinámið kom sér m. a. vel. Hvað ertu að gera núna? Ég sem sagt kenni ennþá við Flensborgarskólann í Hafnarfirði en hef jafnhliða kennslustörfum fengist við ritstörf um árabil og m. a. skrifað bækur um þjóðfræðileg efni. Einmitt núna er tilbúin í handriti bók um huldufólk. Hver eru þín helstu áhugamál? Áhugamál mín tengjast mikið þjóðfræðilegum þáttum, alls lags grúski og ferðalögum á framandi slóðir. Ég safna bókum og les talsvert, hef alla tíð notið þess að lesa ljóð og aðrar góðbókmenntir ásamt fræðilegu efni og svo hef ég almennt áhuga á margvíslegu menningarlegu efni, leikhúsi, kvikmyndum, tónlist og mannlífi. Ég nýt þess einnig að gera alls konar með fjölskyldunni og öðru góðu fólki. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Þótt ég hafi lengi lagt mig eftir að rannska hjátrú, skrifað bækur og kennt námskeið í þjóðfræði um hjátrú, þá er ég satt best að segja lítið sem ekkert hjátrúarfullur. Og þó. Ég hef alla tíð átt mér verndargripi sem ég hef tekið með mér í próf, flug, ferðalög og annað því um líkt. Þessir gripir hafa verið mismunandi í gegnum tíðina, sem unglingur átti ég t. d. hérafót sem fór með mér víða, en núna tek ég oftast með mér lítið talnaband með krossi.
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
October 2024
|