Fyrsta starf eftir útskrift?
Síðar sama ár, 2005, gaf ég út skáldsöguna Hrafninn sem gerist á Grænlandi á 15. öld. Þjóðfræðinámið kom sér þar mjög vel og sumir kúrsarnir nýttust beint inn í bókina þar sem ég dreg upp hugarheim inúíta og norrænna manna á miðöldum. Hvað ertu að gera núna? Ég er að skrifa mína tíundu bók, skáldsögu sem gerist í byrjun 10. aldar. Af og til held ég erindi, um tilurð bókanna og líka um ástvinamissi og sorg. Hver eru þín helstu áhugamál? Hvaðeina sem ég er að skrifa um þá stundina. Víkingaöldin er þar fyrirferðarmikil og hefur verið síðasta áratuginn. Þess utan þá er það garðyrkja og allt sem lýtur að gróðri jarðar. Ástæðan er sú að sl. vetur eignaðist ég sumarbústað, Urðarbrunn, sem stendur í litlum skógi í Bláskógabyggð, og það er dásamlegt og endurnærandi að vera þar úti í náttúrunni og með fingurna í moldinni. Og svo á ég núna litla ömmustelpu, Sylvíu, sem dýpkar lífið og gerir allt skemmtilegra. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Ég er forlagatrúar og held fast í ýmsa hjátrú en man í svipinn ekki eftir neinu banni. Hins vegar trúi ég statt og stöðugt á alls kyns tákn sem birta mér skilaboð úr yfirnáttúrunni um gæfu, hrafnar sem fljúga í sömu átt og ég, eða kveðjur frá dánum ástvinum, eins og regnboginn.
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
January 2025
|