Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband

Þjóðfræðingur mánaðarins: Benný Sif Ísleifsdóttir

11/25/2018

0 Comments

 
Picture
​Nafn: Benný Sif Ísleifsdóttir
 
Útskriftarár: Ég útskrifaðist með BA-gráðu í þjóðfræði, með íslensku sem aukafag, vorið 2013 og meistaragráðu í þjóðfræði vorið 2015, þar sem ég sótti valeiningarnar mínar í bókmenntafræði.
 
Lokaritgerð/ir: Trú langvinnum og yfirgengilegum áhuga mínum á nöfnum, mannanöfnum sér í lagi, fjölluðu báðar lokaritgerðirnar mínar um ættarnöfn. Sú fyrri: „Það er nefnilega fínna að vera sen en dóttir“ Ættarnöfn í íslensku þjóðfélagi gerir sögu ættarnafna skil og sú seinni: Bínefni og brautargengi. Um ættarnöfn og önnur kenninöfn snýr að viðhorfum gagnvart þeim. 
Fyrsta starf eftir útskrift?
Meðfram því að sækja um heillandi störf sem áttu sér snertifleti við þjóðfræðina skrifaði ég greinar í Kvennablaðið og hófst handa við að skrifa bækur.
  
Hvað ertu að gera í dag?
Þessa dagana er ég að byrja að máta við mig starfsheitið rithöfundur og er álíka feimin við þann titil eins og lærdómstitilinn þjóðfræðingur fyrst eftir útskriftina úr grunnnáminu. Ætli það gildi ekki um þessa fínu titla, eins og nöfnin okkar, að við þurfum tíma til að máta þau við okkur og kannski vaxa upp í þau?

Mínar fyrstu bækur eru nú nýlega komnar út, barnabókin Jólasveinarannsóknin og skáldsagan Gríma, og meðfram því að fylgja þeim úr hlaði vinn ég að handritum sem vonandi verða að bókum á næstu árum.
  
Hver eru þín helstu áhugamál?
Bóklestur hefur alltaf verið mér mikilvægur og það minnkar ekki með aldrinum. Mér finnst fátt betra en hlamma mér niður með góða bók og það sakar ekki að hafa súkkulaðirúsínur í seilingarfjarlægð. Út af þessum sömu súkkulaðirúsínum reyni ég líka að vera hæfilega dugleg að hreyfa mig, skelli mér í ræktina eða í göngutúr, helst á flatlendi, en maðurinn minn dregur mig stundum með sér eitthvert upp í móti. Þar er útsýni oft gott.

Ég á stóra fjölskyldu og undir þessum lið væri sígilt að svara því til að samvera með fjölskyldunni væri aðaláhugamálið (ásamt ferðalögum, (þá líklega með fjölskyldunni?)) og hvort sem er við hæfi að skilgreina fjölskylduna sem áhugamál eða ekki þá er mér að minnsta kosti mikilvægt að verja tíma með fólkinu mínu. Sonur minn sem situr hérna við hlið mér bætir því við að ég hafi líka mikinn áhuga á að skutla og að taka til. Þannig að þar hafiði það :)
 
Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn?
… mjög margar og sumar þeirra sérkennilegar; svo sérkennilegar að þær eiga kannski fremur skylt við áráttuhegðun en „heilbrigða“ hjátrú. Í mínu daglega lífi er fjölmargt sem ég hef tamið mér að gera af því að ég tel það vissara - og fyrir því eru rök sem ég átta mig á að eru sérviskuleg en eru mér samt mikilvæg og veita vissa öryggiskennd. Svipað eins og að leggja inn gott orð eða biðja bænar. Af þekktum hjátrúarhefðum má nefna að mér þykja mánudagar óhentugir til ýmissa hluta, ég geng ekki undir stiga og breyti fyrirhugaðri göngu-eða akstursleið ef svartur köttur þverar veginn. Líka ef hann skáskýtur sér. Og mögulega líka þó hann sé alls ekki svartur… til að vera viss, sjáiði! 
0 Comments



Leave a Reply.

    Félag þjóðfræðinga á Íslandi

    Hér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á felagthjodfraedinga@gmail.com

    Færslur​

    October 2022
    August 2022
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018

    Flokkar

    All
    Pistill
    Ráðstefnur
    Söfn
    Söfnun
    Viðburðir
    Þjóðfræði
    Þjóðfræðingur Mánaðarins

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2022-2023
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband