Þorrablót Þjóðbrókar og FÞÍ var haldið með pompi og prakt föstudaginn 14. febrúar síðastliðinn. Heppnaðist blótið mjög vel enda frábær hópur samankominn. Maturinn var góður, skemmtiatriðin frábær og Víkivakinn stendur alltaf fyrir sínu. Í lokin var svo dansað og spjallað fram á nótt.
Sett var upp myndahorn þar sem gestir gátu tekið myndir af sér í umhverfi kuklara. Þessar myndir má sjá á Facebooksíðu Þjóðbrókar. Einnig má sjá gifmyndbönd sem hægt var að taka upp í myndahorninu hér. Við þökkum kærlega fyrir kvöldið og erum strax farin að hlakka til næsta Þorrablóts!
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
October 2024
|