Á heimasíðu Þjóðminjasafnsins segir:
Með þessari spurningaskrá óskar Þjóðminjasafn Íslands eftir liðsinni almennings við að safna upplýsingum um afstöðu fólks til loftslagsbreytinga af mannavöldum, hvaða áhrif þær hafa á líf þess og hvernig það ímyndar sér framtíð með eða án loftslagsbreytinga. Umræður um loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa lengi verið í sviðsljósinu en eins og kunnugt er getur hnattræn hlýnun haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir allt líf á jörðinni, samfélög manna og daglegt líf. Samkvæmt rannsóknum á veðurfari eru loftslagsbreytingar af mannavöldum nú þegar til staðar og meðalhitastig í dag er umtalsvert hærra en fyrir iðnbyltinguna í lok 18. aldar. Spurningaskráin er lögð fyrir á Íslandi, í Noregi og í Svíþjóð en hún er hluti af rannsóknarverkefni með heitinu Framtíðin er núna, tilvist og fyrirmyndir í umræðunni um loftslagsbreytingar. Sjá nánar á https://future.w.uib.no/.
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
September 2024
|