Umsóknarfrestur fyrir þátttöku í SIEF ráðstefnunni 2019 (International Society for Ethnology and Folklore) rennur út mánudaginn 15. október. Ráðstefnan verður að þessu sinni haldin í Santiago de Compostella þann 14.-17. apríl 2019. Þemað í ár er Track Changes: Reflecting on a Transforming World. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu SIEF samtakana: https://www.siefhome.org/index.shtml
SIEF heldur ráðstefnur á tveggja ára fresti og var sú síðasta haldin í Göttingen í Þýskalandi vorið 2017 og fór stór hópur þjóðfræðinga frá Íslandi bæði til að vera með erindi og kynna rannsóknir sínar og fylgjast með. Við hvetjum þjóðfræðinga á Íslandi auðvitað til að fjölmenna aftur á ráðstefnuna.
0 Comments
Leave a Reply. |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á [email protected] Færslur
January 2025
|