Mexíkanar sem bjuggu við landamærin stafaði mikil ógn af bandarískum landvörðum (e. rangers) frá Texas sem beittu nágranna sína gríðarlegu ofbeldi. Grimmdarverk landvarðanna sköpuðu mikla andúð á amerísku yfirvaldi á svæðinu. Mexíkanar urðu samrýmdari fyrir vikið, en friðsælir menn á borð við Gregorio Cortez neyddust til að verja sinn rétt með byssu í hönd. Í Rio Grande dalnum við landamæri Mexíkó og Texas sungu Mexíkanar Corrido söngva um átök Mexíkana og bandarískra Texasbúa, þar sem Mexíkaninn var oftast borinn ofurliði, en varði sinn rétt með skammbyssu í hönd. Corrido þjóðlagahefðin í Mexíkó á rætur sínar og vinsældir að rekja til mexíkönsku sjálfstæðisbaráttunnar á 19. öld og blómstraði hún í munnlegri geymd. Í textunum kristallaðist það harðræði sem mexíkanska fólkið bjó við en jafnframt þjónaði Corrido hlutverki fréttamiðils þar sem margir íbúar Mexíkó voru ólæsir í þá daga (Lara, 2003, bls. 211). Söngvarnir við landamærin fylgdu gjarnan mynstri þar sem hetjan er friðsæll karlmaður sem vex ásmegin þegar ógnvekjandi ytri öfl ógna friðsælum lifnaðarháttum hans og hann neyðist til að grípa til vopna. Hann á þó við ofurefli að etja. Í besta falli sleppur hann yfir landamærin en oftast er hann drepinn eða handsamaður. Erkitýpa þessara sagna sem sungnar eru í Corridolögunum var raunverulegur maður sem bjó í Rio Grande dalnum og hét Gregorio Cortez. Söngvarnir um Gregorio Cortez byggja á sönnum atburðum og fjalla um það hvernig Cortez varð að alþýðuhetju eftir að hafa lent í átökum við bandaríska lögreglumenn og í kjölfarið lagt á ævintýralegan flótta. Þjóðfræðingurinn Amerigo Paredes gerði þeirri atburðarás góð skil í verkinu With his pistol in his hand: A border ballad and its hero (1986, bls. 55-104) og verður hún rakin hér. Áætlað er að Gregorio hafi ferðast um það bil þrjú hundruð mílur á þremur dögum Skotbardagi á hlaðinu |
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. Greinar
December 2025
|