Félag þjóðfræðinga á Íslandi
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2023-204
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband
  • Landsbyggðarráðstefna 2023
    • Dagskrá Landsbyggðarráðstefnu
    • Málstofur og erindi
  • Eldri viðburðir

Raunverulegar þjóðsagnaverur: Um haferni og hvítabirni í íslenskum sögnum - Trausti Dagsson

12/16/2013

0 Comments

 
Picture
Yfirnáttúrulegar verur virðast hafa leynst víðsvegar fyrr á öldum og gera sjálfsagt enn. Að minnsta kosti má finna þær í þjóðsögunum okkar. Þar stíga þær gjarnan út fyrir sitt hefðbundna umhverfi og ryðjast inn í nærumhverfi mannsins þar sem þær valda einhvers konar röskun sem að lokum hefur fest sig í sögn. Sögn sem ferðast víðsvegar í munnlegri geymd um undarlegan atburð og furðulega veru. Ýmsar skýringar hafa komið á yfirnáttúrulegum verum enda eru sagnir gjarnan taldar endurspegla trú, viðhorf og heimsmynd þess samfélags sem þær eru sprottnar úr. Fjörulalli hefur til dæmis stundum verið útskýrður þannig að um sé að ræða rostung, skepnu sem sjónarvottar vissu kannski ekki deili á og því spunnust sögur um þá. Sagnir um fjörulalla virðast til dæmis vera algengastar norðanlands og á Vestjörðum enda virðast rostungar oftast hafa heimsótt þann hluta landsins.
​


Read More
0 Comments

Af kellingum: Knattspyrna í hinsegin ljósi - Ólafur Ingibergsson og Valgerður Óskarsdóttir

12/6/2013

0 Comments

 
Picture
„Og svo fékk hann olnbogaskot hérna á miðjunni sem hefði getað verið rautt spjald og ef það hefði verið í hina áttina hefðu þessar kellingar í hinu liðinu legið grenjandi eins og kellingar.“(1)
​

Fyrir allnokkru spilaði íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu við hið portúgalska á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins og tapaði. Úrslitin vekja litla undrun en eftirtektarverðari eru ummæli Hermanns Hreiðarssonar landsliðsmanns og fyrirliða hér fyrir ofan um mótherja sína í portúgalska liðinu, sem hann lét falla í viðtali við fréttamann RÚV eftir leikinn. Ummæli sem þessi eru ekkert einsdæmi þegar kemur að hópíþróttum karla. Orðfærið sem notað er virðist oft og tíðum helst miða að því að niðurlægja andstæðinginn og mestri niðurlægingu virðist náð með því að líkja andstæðingnum við konu (eða kellingu eins og Hermann orðaði það, líklega í tilraun til að láta það hljóma enn meira niðrandi). Eins og áður segir er þetta orðfæri ekkert einsdæmi og sumarið 2007 sungu Skagamörkin, stuðningssveit ÍA, um Íslandsmeistara FH (Fimleikafélag Hafnarfjarðar) í knattspyrnu:

Read More
0 Comments

Af kjörum matselja og kosti kostgangara: Um matarást og horfna stétt matselja - Benný Sif Ísleifsdóttir

10/11/2013

0 Comments

 
Picture
Í steinhúsi við Suðurgötu er fólginn fjársjóður. Ekki fjársjóður af því taginu sem freistar þjófa og ræningja heldur fjársjóður af því taginu sem örðugt, eða ómögulegt, er að meta til fjár. Þannig fjársjóðir eru dýrmætari en aðrir. Það er kannski ekki öllum ljóst en í þessu tilfelli nógu mörgum.
​

Read More
0 Comments

Hver tilheyrir svæði og landi? Um svæðisvitund á Fljótsdalshéraði - Sæbjörg Freyja Gísladóttir

10/10/2013

0 Comments

 
Picture
Greinarkornið sem hér kemur á eftir er unnið upp úr verkefni í námskeiðinu Eigindlegar rannsóknaraðferðir II en lagað og betrumbætt svo hæfi vefmiðli líkt og Kreddum. Með þessari birtingu er ætlunin að kynna áhugaverða aðferð við að greina eigindleg gögn og sýna hvernig túlkandi fyrirbæraleg nálgun getur gagnast við að túlka og skilja orð eins viðmælanda. Viðmælandinn í þessu tilviki er bóndinn Hjörtur Kjerúlf frá Hrafnkelsstöðum á Fljótsdalshéraði en hann las yfir greinina og veitti mér góðfúslegt leyfi til að birta hana.
​

Read More
0 Comments

Hamskiptaguðinn Loki: Um hinar mörgu birtingarmyndir Loka og eðli þeirra - Gerður Halldóra Sigurðardóttir

6/10/2013

0 Comments

 
Picture
​Eitt af forvitnilegri minnum sem koma upp bæði í textaheimildum og fornleifum frá ýmsum tímum og hefur reyndar lifað allt fram á okkar daga er umbreyting manns í dýr. Í vestrænni menningu nútímans má sjá þetta minni til dæmis í skáldsögum og bíómyndum um varúlfa og vampýrur en því fer fjarri að það sé eingöngu bundið við Vesturlönd og það er langt frá því að vera nýtt; sem dæmi má nefna að varúlfasögur voru þekktar meðal Rómverja til forna (Aðalheiður Guðmundsdóttir 2001:clxxxvii). Norðurlöndin fóru heldur ekki varhluta af útbreiðslu þessa minnis; fornnorrænar textaheimildir hafa að geyma frásagnir af berserkjum og úlfhéðnum sem áttu mögulega að hafa einhver tengsl við birni og úlfa, jafnvel að geta tekið á sig mynd þeirra og í Völundarkviðu er sagt frá svanameyjum (Eddukvæði 2001:145). Ekki má heldur gleyma hamskiptum goðanna sem virðast sumir hverjir eiga jafn auðvelt með að skipta um ham og við mennirnir með að skipta um föt.
​

Read More
0 Comments

Lúsaskipti: Um fortíðarhyggju og skítugar nærbuxur - Hrefna Díana Viðarsdóttir

6/4/2013

0 Comments

 
Picture
„Um nærföt var skipt á hálfsmánaðar fresti, oftar á sumrin, þá svitnuðu menn gjarnan við heyskap.“(1)
​Í nútíma samfélagi þar sem hvert heimili hefur þvottavél þá fer minna fyrir því að fólk veigri sér við það að þrífa það sem skítugt er, þótt misjafnar séu hugmyndir manna um hvað sé skítugt. Flestir eiga líka nóg til skiptanna. Fólk á tvennar eða fleiri buxur, marga boli og peysur og enn fleiri nærföt og sokka. En hvenær verða föt skítug? Þegar búið er að ganga í þeim einu sinni? Tvisvar eða oftar?

Read More
0 Comments

Nóttin í baðstofunni um aldamótin 1900: Svefngenglar, tóbaksmenn, andvökur og þögnin - Trausti Dagsson

5/22/2013

0 Comments

 
Picture
Í baðstofum landsins í lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu voru svefnhættir nokkuð öðruvísi en við eigum að venjast í dag. Ástæðan var sú að langflestir íbúar á bænum sváfu í sama rýminu. Því var algengast að allir færu í rúmið á sama tíma en sá tími var breytilegur sökum árstíðabundinna verka. Í Þjóðháttasafni Þjóðminjasafns Íslands leynist mikill fróðleikur um kvöldið og nóttina í íslensku baðstofunni og verður hér skyggnst inn í andrúmsloft sveitanæturinnar. Þjóðháttasafnið geymir heimildir um lífshætti fólks og hefur frá 1960 safnað efni skipulega með því að senda úr spurningaskrár, oftar en ekki til eldri borgara. Ekki er getið nafns, fæðingardags eða heimili heimildamanna í þessari skrá þjóðháttasafnsins en svörin voru skráð árið 1978.
​

Read More
0 Comments

Karlar og kerlingar - Aðalheiður Guðmundsdóttir

2/17/2013

0 Comments

 
Picture
Í eftirfarandi umfjöllun verður sjónum beint að því samfélagi sem mótaði og varðveitti íslensk ævintýri. Litið verður til sagnaþula og hvernig fræðimenn hafa leitast við að tengja ævi þeirra og lífshlaup þeim sögum sem þeir tileinkuðu sér og miðluðu til annarra.
​

Í samfélagslegum þjóðsagnafræðum líta menn meðal annars til þess hvaða hlutverki sögur og sagnaskemmtun gegndu í samfélagi fyrri alda og hvaða gildi sögurnar gátu haft fyrir menningu tiltekinna svæða. Í þessu samhengi skiptir búseta heimildarmanna miklu máli og sér í lagi leitist menn við að rannsaka héraðs- og landshlutabundin einkenni þjóðsagna og með hvaða hætti þær laga sig að umhverfinu. Í þeirri rannsókn sem hér er kynnt verður litið til heimildarmanna þeirra ævintýra sem skráð voru í þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar (1819–1888), og landfræðilegrar dreifingar þeirra. Þetta verður þó ekki einungis gert í þeim tilgangi að kortleggja íslenska sagnamenn og búa þannig í haginn fyrir frekari samfélagslegar rannsóknir, heldur verður athugað hvort eitthvað bendi til þess að ævintýri hafi verið sögð á einu landsvæði fremur en öðru. Einkum verður þó dvalið við landsvæði þar sem fáir heimildarmenn bjuggu og spurt hvaða ástæður gætu hugsanlega legið að baki þeim mun sem virðist hafa verið á virkni sagnamennsku eftir landsvæðum. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða byggðina umhverfis Breiðafjörð og útbreiðslu ævintýra þar um það leyti sem Jón Árnason stóð að þjóðsagnasöfnun sinni á 19. öld.
​

Read More
0 Comments
Forward>>

    Kreddur

    ​Allir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt.

    Greinar

    June 2024
    November 2023
    August 2023
    May 2023
    April 2023
    September 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    June 2020
    May 2016
    January 2016
    November 2015
    January 2015
    May 2014
    April 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    October 2013
    June 2013
    May 2013
    February 2013

    Flokkar

    All
    ævintýri
    Alþýðulækningar
    Biblían
    Dagbækur
    Efnismenning
    Englar
    Fatnaður
    Galdrar
    Jafnreacutetti
    Jón Árnason
    Kyngervi
    Kynjafræði
    Menningararfur
    Myndmiðlar
    Spíritismi
    Staðalmyndir
    þjóðsagnafræði
    þjóðsagnaverur
    þjóðtrú

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Félagið
    • Lög félagsins
    • Stjórn félagsins >
      • Fyrri stjórnir
  • Viðburðir
    • 2023-204
    • Eldri viðburðir
    • Myndir
  • Fréttir
  • Þjóðfræðiefni
    • Hvað er þjóðfræði
  • Kreddur
    • Bárur
    • Brim
    • Móttaka greina
    • Ritstjórn Kredda
  • Hafa samband
  • Landsbyggðarráðstefna 2023
    • Dagskrá Landsbyggðarráðstefnu
    • Málstofur og erindi
  • Eldri viðburðir