0 Comments
Samfélag dagsins í dag lifir og hrærist í sjónrænum heimi þar sem að myndrænt efni streymir til okkar úr öllum áttum. Til að teljast fullgildir meðlimir þessa samfélags má helst ekkert framhjá okkur fara, hvort sem um ræðir hvaða ráðherrar neituðu að sitja í starfsstjórn, ummæli Donald Trump um matarvenjur innflytjenda eða hvaða hráefni séu í hinu vinsæla gúrkusalati. Við þurfum að sjá og heyra af því sem þekktir einstaklingar eru að gera, kaupa og selja. Hvað svokallaðir áhrifavaldar telja að við hin þurfum að eignast eða upplifa. Á sama tíma og við sjáum klippur úr lífi annarra fyllumst við löngun til að deila okkar eigin upplifunum og reynslu. Við deilum myndaskotum og uppstilltum myndum af okkar daglega lífi, allt frá því hvað við borðum í hádegismat, hvernig stemmningin var í jógasalnum og hvort við förum út á lífið um helgar. Þeir sem sitja heima fá tilfinningu fyrir því hvort við skemmtun okkur vel og vita hvaða staði eða viðburði við sóttum, án þess að hafa sjálfir farið út úr húsi. Ef við erum ekki í stuði til að deila skotum úr okkar eigin lífi er til endalaust efni frá öðru fólki sem við getum eytt óræðum tíma í að horfa á. Margir deila jafnvel það miklu með okkur að auðvelt er að ímynda sér að við séum öll hluti af hvors annars lífi. Án þess að hafa nokkurn tímann hist í eigin persónu eða yfir höfuð talað saman.
Þessi sjónræna menning kennir okkur að setja líf okkar á svið fyrir aðra og gerir okkur erfiðara fyrir að upplifa heiminn á annan máta en í gegnum myndrænt form. Ljósmyndir og annars konar myndefni eru þær gáttir sem við höfum til að skilja og skynja það sem gerist í kringum okkur. Við setjum hlutina í samhengi við það sem við sjáum, hvort sem við höfum reynt það á eigin skinni eða einungis upplifað þá í sjónrænum skilningi. Veturinn 1891 byrjuðum við Níels á blaði sem hét „Dalbúinn“, skiptumst við á að skrifa það, og varð árg. 7 arkir. Árið eftir 1892 skrifaði ég blaðið einn og þá varð árg. 25 arkir. Næsta vetur (1893) kom út þriðji og síðasti árg. Dalbúans 11 arkir að stærð. Dalbúinn fór fárra á milli, komst þó norður á Gjögur til Bjarna Sæmundssonar, tengdaföður Níelsar bróður míns, og Benedikt í Geststaðaseli fékk að lesa hann. Annars fór Dalbúinn fremur huldu höfði, þó ekki ætti hann sökótt við menn. Efni blaðsins var fróðleikur ýmiskonar, sögur, ljóðmæli, skrítlur, gátur og fréttir. Lét ég svo binda inn alla 3 árg. og er sú bók nú í eigu minni. Þannig kemst Halldór Jónsson frá Tind í Miðdal við Steingrímsfjörð á Ströndum (f. 1871) að orði, í kaflanum Skriftir í sjálfsævisögu sinni sem er varðveitt í handriti á Handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og hefur einnig verið birt á prenti (Sigurður Gylfi Magnússon, 1997a, bls. 24-47, bein tilv. bls. 46-47). Þar er einkum fjallað um fyrstu tvo áratugina sem Halldór lifði og er ævisagan skrifuð árið 1906.
Þjónar guða og manna - Birtingarmyndir hestsins í sögum fornaldar - Theódór Líndal Helgason8/28/2023 Í gegnum aldirnar hafa mennirnir verið háðir dýrum til að komast af. Menn ræktuðu sauðfé til að lifa á, bæði til matar og klæða en önnur húsdýr sinntu hinum ýmsu hlutverkum á heimilinu. Af þessum dýrum hafði hesturinn mikla sérstöðu og hefur alltaf verið nákominn félagi mannsins. Ástæðurnar fyrir þessu eru ýmiskonar, en meðal annars vegna þess að hestinn er hægt að nýta á fleiri vegu en flest önnur húsdýr.
Hestar hafa ekki einungis verið vinnudýr í gegnum tíðina heldur hafa þeir sinnt ýmsum öðrum hlutverkum eins og kemur fram í fornsögum og gömlum kvæðum. Þeir virðast búa yfir yfirnáttúrulegum kröftum, geta flutt guði milli heima sem dæmi, en einnig birtast þeir með ólíkum hætti í draumum fólks. Ekki nóg með það heldur hafa hestarnir bókstaflega fylgt eigendum sínum í gröfina og hlýtur það að segja okkur eitthvað um mikilvægi þeirra í hugum fólks fyrr á tímum. Einn helsti hátíðisdagur ársins hjá Íslendingum fyrr á öldum var sumardagurinn fyrsti, sú hátíð kom næst jólunum, segir Jónas frá Hrafnagili í biblíu þjóðfræðingsins, Íslenzkum þjóðháttum (Jónas Jónasson 1961: 219). Þetta staðfesta margar fleiri heimildir. En hvernig er þessu farið nú til dags, hvernig heldur fólk upp á sumardaginn fyrsta á því herrans ári 2023? Hvaða breytingar hafa orðið á siðum og venjum á þessum gamla og góða merkisdegi á síðustu árum og áratugum?
Nýfætt barn leitar strax að brjósti móður sinnar Barnsfæðingar eru yfirleitt mikið gleðiefni og í dag þykir það sjálfsagt að barnið sé lagt á bringu móður sinnar fljótlega eftir að það er komið í heiminn. Eitt af fyrstu meðfæddu viðbrögðunum hjá börnum er sogþörfin og leitar barnið fljótt að brjósti móðurinnar. Í dag þykir í langflestum tilfellum náttúrulegt að hafa barnið á brjósti og alla jafna er lögð mikil áhersla á að leyfa barninu að nærast á brjóstamjólkinni sem er oftast helsta uppistaða fæðunnar fyrstu mánuði barnsins.
Mexíkanar sem bjuggu við landamærin stafaði mikil ógn af bandarískum landvörðum (e. rangers) frá Texas sem beittu nágranna sína gríðarlegu ofbeldi. Grimmdarverk landvarðanna sköpuðu mikla andúð á amerísku yfirvaldi á svæðinu. Mexíkanar urðu samrýmdari fyrir vikið, en friðsælir menn á borð við Gregorio Cortez neyddust til að verja sinn rétt með byssu í hönd. Í Rio Grande dalnum við landamæri Mexíkó og Texas sungu Mexíkanar Corrido söngva um átök Mexíkana og bandarískra Texasbúa, þar sem Mexíkaninn var oftast borinn ofurliði, en varði sinn rétt með skammbyssu í hönd.
Corrido þjóðlagahefðin í Mexíkó á rætur sínar og vinsældir að rekja til mexíkönsku sjálfstæðisbaráttunnar á 19. öld og blómstraði hún í munnlegri geymd. Í textunum kristallaðist það harðræði sem mexíkanska fólkið bjó við en jafnframt þjónaði Corrido hlutverki fréttamiðils þar sem margir íbúar Mexíkó voru ólæsir í þá daga (Lara, 2003, bls. 211). Í stássstofunni í Windsor kastala hangir málverk af Georgi sjötta Bretakonungi. Konungurinn stendur með aðra höndina á mjöðm en í hinni hendinni heldur hann á stórum veldissprota. Hann er klæddur fjólubláum silkijakka og íburðarmikilli skikkju úr fjólubláu flaueli. Þegar Elísabet önnur, dóttir Georgs, var krýnd Bretadrottning var fjólublái liturinn einnig áberandi. Kórónan sjálf, sem er að hluta til fjólubláu flaueli, var látin hvíla á fjólubláum púða. Drottning bar að auki langa og glæsilega skikkju úr fjólubláu flaueli en skikkjuna má sjá á opinberri krýningarmynd drottningarinnar. Þessi konunglega notkun feðginanna á litnum fjólubláum er þó alls ekki ný af nálinni. Fjólublár hefur í gegnum aldirnar verið litur efri stétta, allt frá konungsfólki og keisurum, yfir til páfa og æðstu presta.
"Ekki ber alla að sama brunni“ Öflun neysluvatns í gamla sveitasamfélaginu - Gitta Krichbaum9/16/2022 Að geta aflað sér neysluvatns fyrir heimilið var eitt af grundvallarskilyrðum fyrir búsetu manna. Vatn þurfti fyrir menn og dýr. Gæði neysluvatns stjórnuðust af bragði og útliti þess, hvort það taldist vera drykkjarhæft eða nægilega gott til að nota það fyrir skepnur. Heimildir eru margvíslegar, frásagnir manna og kvenna í þjóðháttalýsingum og ævisögum, sem og skoðanakannanir Þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands en þær tengjast beint eða óbeint þessum þætti þjóðlífs 19. aldar. Sumir bæir áttu auðvelt með að nálgast vatn, hjá öðrum gat neysluvatnsöflun orðið erfið og vatnsvegurinn langur, einkum á vetrum. Í þessari grein er skoðaður aðgangur gamla sveitasamfélagsins að neysluvatni og leiðir sem voru farnar til að koma því heim í bæinn. Einnig er fjallað um áhöld og tæki sem og verklag sem var notað. Neysluvatn nýtist á ýmsan hátt en hér er eingöngu sú hlið skoðuð sem snýr að matseld, drykk og brynningu dýra. Fleiri heimilisstörf tengdust vatni eins og þrif og þvottur en ekki verður fjallað um þau hér. Að huga að neysluvatni var stór þáttur í lífsbaráttu Íslendinga fyrri tíma og hafði áhrif á líf og lífsgæði hvers heimilis. Það sem þótti sjálfsagt á einum stað þurfti að hafa mikið fyrir á öðrum og því er neysluvatnsöflun þess virði að skoða nánar.
Á fyrstu dögum kristninnar í Svíþjóð eimdi enn eftir af heiðnum siðum. Þegar lagður var grunnur að byggingu kirkna var hefð fyrir því að færa fórnir líkt og í heiðnum sið. Lifandi dýr var grafið þar sem altarið átti að standa. Dýrin sem voru grafin í þessum sið voru kölluð Kyrkogrim á sænsku og Church Grim á ensku. Oftast var um lömb að ræða en þau áttu að tákna Krist. Lambið varð á þann hátt að verndara kirkjunnar. Fólk átti þess helst kost að sjá lambinu bregða fyrir þegar engin messuhöld voru. Ef líkmenn kirkjugarðsins sáu lambið átti það að tákna dauða barns sem yrði næst grafið í garðinum (Thorpe, 1851). Út frá þessari hefð þróaðist einnig sú trú manna að fyrsta manneskjan sem grafin væri í nýjum kirkjugarði yrði vökumaður hans og myndi vernda garðinn gegn djöflinum og öðrum óvættum. Þegar fram liðu stundir þótti þetta hins vegar of mikil kvöð fyrir eina mannssál og til að bjarga henni frá slíkri ábyrgð var tekið upp á því að grafa lifandi svartan hund sem staðgengil hennar í norðurhluta garðsins (Briggs, 1976; Tongue, 1970). Sál svarta hundsins átti að ráfa um á lóð kirkjunnar og kirkjugarðsins og vernda svæðið fyrir þjófum, skemmdarvörgum, nornum, galdramönnum og djöflinum sjálfum. Var það talinn vera slæmur fyrirboði að sjá svarta hundinn, táknaði það jafnvel dauða manns. (Briggs, 1976). Svipaða hefð mátti finna í Skotlandi, en þar var trú manna sú að síðasta manneskjan sem væri grafin í kirkjugarðinum, ætti að gæta hans eða þar til næsta manneskja yrði grafin þar og svo koll af kolli (Campbell, 1900).
Örnin gegnum aldirnar: kynskipting, náernir og opinn þarfagangur - Guðlaug G. I. Bergsveinsdóttir4/4/2022 Í aldaraðir hefur mannkynið horft til himins og á fuglana sem þar svífa um. Einn af þeim sem við höfum lengi haft sérstakt dálæti á að tala um, pæla í og spinna inn í sögur er örninn. Hér á landi er það haförninn (Haliaeetus albicilla) sem skrifað er um. Rétt eins og ísbjörninn er örninn nokkurs konar raunveruleg þjóðsagnavera, vera sem er án alls vafa til í raunveruleikanum, en sögurnar eru oft og tíðum blandaðar göldrum og yfirnáttúrulegum atburðum.
Þjóðtrú Íslendinga hefur í gegnum tíðina verið rík af allskyns sögnum af furðufyrirbærum og yfirskilvitlegum hlutum sem gengu manna á milli. Sagnirnar voru stundum sagðar til skemmtunar og stundum sem víti til varnaðar. Þar má nefna draugasagnir um móra og skottur sem ásóttu menn sem ekki komu þeim til aðstoðar í lifanda lífi. Ekki má heldur gleyma sögnum um huldufólk og álfa í steinum sem voru ýmist vinveittir eða fjandsamlegir fólki. Á 18. öld þegar upplýsingin kom til skjalanna komu fram efasemdarmenn sem sögðu að þjóðsögur stönguðust ekki aðeins á við vísindin heldur væru hreinlega heimskulegar. Þó Íslendingar upp til hópa trúi kannski ekki efni þjóðsagnanna í dag virðast ýmsir vera opnir fyrir möguleikanum á að það sé eitthvað meira á bakvið tilveruna en við sjáum og heyrum. Leifar af þjóðtrúnni hafa fylgt okkur inn í nútímann og skýrasta dæmið um það er þegar álfatrú hefur áhrif á framkvæmdir ríkisstofnana eins og Vegagerðarinnar. Í þjóðsagnasöfnum Íslendinga má finna sagnir um galdramenn en eitt af því sem náði ekki að festa rætur í íslenskri sagnahefð voru sögur af nornum og trúin á mátt þeirra. Í þessari grein verður sagt frá nornatrú á Englandi og hvernig birtingarmynd hennar náði að heltaka heilt þorp á 20. öldinni.
Ég sá eitt sinn ljósmynd af ungri konu sem hafði það sterk áhrif á mig að það mætti jafnvel tala um að hún hafi eftir það ásótt mig og ofið sig inn í hugarheim minn. Myndin var í gamalli bók sem ég fann í grúski mínu í hillum Landsbókasafns þegar ég var rétt rúmlega tvítug. Ljósmyndin sýnir unga konu, Stanislawa P, sitjandi með augun lokuð í einskonar algleymi eða leiðslu. Hún er umkringd myrkri og klædd í einkennilegan búning sem gerir henni nær ókleift að athafna sig. Út úr munni hennar flæðir ljósleitt og órætt efni. Fegurð hennar er dáleiðandi og minnir að vissu leyti á helgimynd þar sem heilagur andi fyllir viðkomandi dýrling. Myndin er einnig ögn óhugnaleg, ef til vill vegna myrkursins sem umlykur konuna.
Veturinn 2019-2020 var býsna harður á okkar nútímamælikvarða, við upplifðum langa harðindakafla í veðurfari, óveður og rafmagnsleysi. Í vetrarlok kom síðan heimsfaraldur sem setti öll plön og allar venjur út í kuldann. Við þessar aðstæður er ekki laust við að hugurinn reiki til fyrri kynslóða fólks á Íslandi, sem ítrekað þurftu að fást við harðindi og hörmungar, farsóttir og alls konar ógnir, í sínu hversdagslífi. Þessi glíma fór fram við aðstæður sem við þekkjum ekki lengur og viljum sennilega vera alfarið laus við að kynnast á eigin skinni.
Þegar kemur fram á 19. öld eigum við margvíslegar heimildir, töflur og töluleg gögn, sem gefa okkur vísbendingar um dánartíðni á Íslandi, ungabarnadauða og hversu margir dóu úr farsóttum árlega. Einnig er hægt að finna út hversu margir niðursetningar voru á framfæri sveitanna. Sömuleiðis má finna yfirlit um harðindaárin, þar sem skepnur drápust og hey brugðust.
Inngangur
Þegar kom að því að ég færi að skrifa lokaritgerð mína í þjóðfræði var ég staðráðin í því að skrifa um ævintýri, enda hafði heimur ævintýranna og möguleikar rannsókna á þeim heillað mig verulega. Ég tók allar mína valeiningar innan kynjafræðinnar og var því spennt fyrir því að sameina þetta tvennt, ævintýri og kynjafræði.
Inngangur
Snemma á síðastliðnu ári mátti lesa í helstu fréttamiðlum landsins, að Heiðursverðlaun hinna íslensku tónlistaverðlauna árið 2015 hefðu fallið í skaut hljómsveitarinnar Sykurmolanna. Bíddu, er það ekki bara einhverjum gamlingjum úr hinni menningarlegu elítu sem hlotnast slíkur heiður, hugsaði ég með mér þegar ég las fréttina, en ekki einhverjir róttækir pönkarar? Hljómsveitin var raunar ekki eiginleg pönkhljómsveit en einhverjir meðlimir hennar voru þó yfirlýstir pönkarar. Þau eru að vísu ekki nein unglömb lengur og þar af leiðandi varla áhangendur unglingamenningar eins og pönkið var, eða hvað? Tímabili unglingsáranna fylgir oft uppreisn gegn valdi foreldranna og viðteknum gildum samfélagsins, auk þess sem margir unglingar eru móttækilegir fyrir ýmsum nýjungum. Það er því oftar en ekki að þegar einstaklingar leita í jaðarmenningarhópa, eins og pönkið, þá gerist það á þessum mótunarárum unglingsins. Hvað gerist svo þegar unglingurinn verður fullorðinn? Heldur hann tryggð við þá menningu sem hann aðhylltist á unglingsárum eða lætur hann af bernskubrekum og „fullorðnast“? Introduction
Through the heart of the small north Icelandic fishing town Húsavík runs the river Búðará emptying the lake Botnsvatn above the town and separating the town in a northern and southern part. For centuries the locals have farmed the banks on both sides of Búðará and kept their livestock in enclosures close to their homesteads. As the town expanded during the 20th century and incorporated many of the home-fields into more urban areas, the farms were pushed further away from the river. However not all former home-fields were transformed into building sites. On the southern banks of the river an area, outlined by the streets Garðarsbraut and Reykjaheiðavegur to the west and to the south, and the hill Skógargerðismelur to the east, was given by the town council to the local women’s society, Kvenfélag Húsavíkur, with the purpose of landscaping a garden for the locals and guests to enjoy. The project of landscaping the garden, colloquially called Skrúðgarðurinn today, was launched 16th of July 1975 when Kvenfélagið and members of the local Rotary Club planted 17 Larch trees and six Rowans. All together that year, 391 trees and shrubs were planted in the Húsavík Gardens. Það má lesa margt úr klæðnaði okkar en í honum endurspeglast sjálfsmyndin. Sjálfsmyndin mótast af því umhverfi sem við ölumst upp í og af þeim hópum sem við tilheyrum. Það er ekki bara tíska sem hefur áhrif á klæðnaðinn, því í honum getur falist ákveðin yfirlýsing. Í þessari grein er ætlunin að skoða hvernig og hvort kvennabaráttan hafði áhrif á klæðaburð fólks og þá hvernig. Tekin eru fyrir tvö tímabil mikilla þjóðfélagsbreytinga, það eru aldamótin 1900 og árin í kringum 1970. Það er ljóst að alls staðar sem mannlíf þrífst, þar dafnar þjóðfræðin. Fagið teygir anga sína inn í heim nútíma myndmiðla og sjónvarpsefnis, þó að það sé fjöldaframleitt afþreyingarefni þá eru venjulegir einstaklingar á bak við tjöldin og hugmyndaheimur þeirra hlýtur á einhvern hátt að endurspeglast í því efni sem gefið er út. Kvikmyndin The Mask er þar engin undantekning.
Síðastliðið vor sat ég áfangann Vampýrur og tröll: birtingarmyndir þjóðfræðiefnis í nútíma myndmiðlum og var kennari námskeiðsins Gunnella Þorgeirsdóttir. Við áttum að skrifa ritgerð um þjóðfræðiefni í myndmiðlum og valdi ég að fjalla um engla eins og þeir birtust í sjónvarpsþáttunum SupernaturaI og bera þá saman við engla Biblíunnar. Þar sameinaðist mikill áhugi minn á bæði trúarbrögðum og þjóðsögum og þar skapaðist því einstaklega handhæg afsökun fyrir að taka langt og gott sjónvarpsmaraþon. Á þeim tíma voru sjö þáttaseríur búnar og sú áttunda rétt byrjuð en síðan þá hafa höfundar þáttanna haldið áfram að bæta við sagnaheim sinn.
Á öðru ári í BA námi mínu stóð ég frammi fyrir því að þurfa að fara að hugleiða hvaða ritgerðarefni ég vildi takast á við í BA verkefninu mínu. Ég átti nokkrar hugmyndir á blaði en sú sem varð fyrir valinu varð Hraunsrétt í Aðaldal. En af hverju Hraunsrétt?
Tekur skot og skorar mark! Fögn fótboltamanna frá sjónarhorni sviðslistar - Þórunn Kjartansdóttir1/31/2014 Hægt er að kanna margt í venjulegum fótboltaleik og athafnir þeirra sem þar koma við sögu út frá sviðslistafræði. Allir sem koma að leiknum eru á sinn hátt að setja eitthvað á svið, hvort sem það eru áhorfendurnir sem klæða sig upp á ákveðinn hátt, kalla, syngja og dansa í áhorfendastúkunni til stuðnings sínu liði eða liðið sjálft sem einnig fer í búninga og sýnir áhorfendum og andstæðingum hvað þeir geta. Hér verður sjónum beint að skoruðum mörkum og hvernig fótboltamenn fagna marki.
Í gegnum tíðina hefur æði margt orðið fyrir barðinu á flökkusögnum en flökkusagnir eru sagnir sem ferðast manna á milli þvert á menningu og landamæri. Þær eru síður en svo nýjar af nálinni og í gegnum aldirnar hafa þær gengið mann fram af manni sem munnlegar frásagnir. Með tilkomu tækninýjunga samtímans hafa fleiri miðlunarleiðir flökkusagna bæst við, svo sem veraldarvefurinn, dagblöð og tímarit, útvarp og sjónvarp. Tæknin gerir það að verkum að sagnirnar berast hraðar en áður, þær flakka heimshornanna á milli og svipaðar flökkusagnir má finna hér á Íslandi og annars staðar í heiminum. Sömu minni koma fram aftur og aftur en mörg hafa tekið á sig nútímalegri mynd vegna breyttra aðstæðna frá því sem áður var.
Þegar verkamannabústaðirnir við Hringbraut voru byggðir á þriðja tug síðustu aldar þótti ekki sjálfsagt að hafa baðherbergi í hverri íbúð eða önnur þau nútímaþægindi sem þykja sjálfsögð í dag. Í þessari grein verður rakin saga þessara bústaða og þeirra hugarfarsbreytinga sem þurfti til að gera húsnæðið eins nútímalegt og raunin varð.
Sumir vilja halda því fram að líkaminn sé musteri sálarinnar, en í þeim orðum felst sú hugsun að líkami sé eitt og sálin annað sem er mjög í anda tvíhyggjunnar. Af orðum Halldórs Kiljan Laxness í greininni „Um þrifnað á Íslandi“ má greina að hann hafi verið sama sinnis þegar hann segir að hreinn líkami valdi: |
KreddurAllir geta sent inn grein fyrir Kreddur svo lengi sem viðfangsefnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt. Greinar
December 2025
|