Cand.mag.-ritgerðin mín við Háskólann í Ósló nefnist Gjengangere i Eyjafordur område. Þar fjalla ég um draugasögur úr Eyjafirði, flokka þær og leitast fyrst og fremst eftir að svara því hverjir ganga aftur og hvers vegna.
Meistaraprófsritgerðin mín í þjóðfræði við HÍ heitir Þegar saman safnast var: Útileikir barna á Akureyri og í Reykjavík á árabilinu 1900 til 1950. Þar er leitast við að svara rannsóknarspurningunn: Hverjir og hvernig voru útileikir barna og með hvaða hætti endurspeglast samfélagsaðstæður í bernskuleikjunum á Akureyri og í Reykjavík á árabilinu 1900 til 1950? Meginrannsóknarspurningin felur síðan í sér fimm undirspurningar: Hvernig léku börn sér úti við á þessum tíma?, Hvar og með hverjum léku börnin sér?, Hvernig hafði samfélagið og umhverfið áhrif á barnaleiki?, Hverjir og hvernig voru leikirnir? Og hver var tilurð barnleikjanna og hvaðan voru þeir sprottnir? Fyrsta starf eftir útskrift? Haustið 1985 fór ég að kenna við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og geri enn. Jafnframt vann ég nokkur ár við þáttagerð fyrir RUV þar sem þjóðfræðinámið kom sér m. a. vel. Hvað ertu að gera núna? Ég sem sagt kenni ennþá við Flensborgarskólann í Hafnarfirði en hef jafnhliða kennslustörfum fengist við ritstörf um árabil og m. a. skrifað bækur um þjóðfræðileg efni. Einmitt núna er tilbúin í handriti bók um huldufólk. Hver eru þín helstu áhugamál? Áhugamál mín tengjast mikið þjóðfræðilegum þáttum, alls lags grúski og ferðalögum á framandi slóðir. Ég safna bókum og les talsvert, hef alla tíð notið þess að lesa ljóð og aðrar góðbókmenntir ásamt fræðilegu efni og svo hef ég almennt áhuga á margvíslegu menningarlegu efni, leikhúsi, kvikmyndum, tónlist og mannlífi. Ég nýt þess einnig að gera alls konar með fjölskyldunni og öðru góðu fólki. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Þótt ég hafi lengi lagt mig eftir að rannska hjátrú, skrifað bækur og kennt námskeið í þjóðfræði um hjátrú, þá er ég satt best að segja lítið sem ekkert hjátrúarfullur. Og þó. Ég hef alla tíð átt mér verndargripi sem ég hef tekið með mér í próf, flug, ferðalög og annað því um líkt. Þessir gripir hafa verið mismunandi í gegnum tíðina, sem unglingur átti ég t. d. hérafót sem fór með mér víða, en núna tek ég oftast með mér lítið talnaband með krossi.
0 Comments
Þá nýtum við tækifærið og óskum eftir nýju efni en hægt er að senda inn efni í tveim flokkum: Bárur (pistlar og hugleiðingar) og Brimöldur (greinar). Hver sem er getur sent inn efni í Kreddur svo fremi sem efnið tengist þjóðfræði á einn eða annan hátt.
Ef einhver eru áhugasöm um að sitja í ritstjórn Kredda má gefa færi á sér með að senda póst á netfangið felagthjodfraedinga@gmail.com Við þökkum þeim sem stóðu að tímaritinu á sínum tíma kærlega fyrir framtakssemi og vel unnin störf. Allar vorum við klæddar í íslenska þjóðbúninginn, ýmist peysuföt eða upphlut, og héldum svo heljarinnar veislu með vikivaka og öðru skemmtilegu undir stjórn Helgu Þórarinsdóttur í Þjóðdansafélaginu. Gestirnir höfðu orð á því að þeir hefðu aldrei farið í svona veislu áður og fannst mjög gaman. Sama ár útskrifaðist ég líka úr kennslufræði til kennsluréttinda og svo vorið 2019 með MIS gráðu í upplýsingafræði.
Lokaritgerð/ir: BA ritgerðin mín heitir Sagnir úr Mosfellssveit. Líkt og titillinn bendir til þá fjallar hún um sagnir úr Mosfellssveit. Þar skoðaði ég ýmsar sagnir er gerðust í eða tengdust Mosfellssveitinni sem ég fann í rituðum og munnlegum heimildum. Þær sagnir voru flokkaðar, heimildamenn skoðaðir ásamt þjóðtrúarverunum og tengslum lands og sagnar. Sumarið 2003 vann ég fyrir Sögufélag Kjalarnesþings að söfnun þessara sagna, sem hafði fengið styrk fyrir slíkri vinnu. Sú heimildaöflun nýttist mér í BA ritgerðina líka. Þessi vinna kom svo út í bókinni Mosalyng: Sagnir úr Mosfellssveit árið 2007. Síðan er það lokaritgerðin mín í upplýsingafræði. Þó að hún sé skrifuð út frá upplýsingafræðilegu sjónarhorni þá má greina þjóðfræðilegt yfirbragð á henni líka. Hún ber heitið „Ég hef vitað um arfleifð mína alla mína ævi.“ Vestur-íslenskur menningararfur. Ritgerðin greinir frá eigindlegri rannsókn sem ég gerði meðal Vestur-Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum. Markmið þeirrar rannsóknar var að skoða íslenskan menningararf Vestur-Íslendinga og athuga hverju hefur verið viðhaldið og hvernig honum hefur verið miðlað milli kynslóða. Fyrsta starf eftir útskrift: Kennari. Er með kennsluréttindi í grunn-og framhaldsskóla og hef kennt í grunnskóla síðan ég útskrifaðist 2004. Hvað ertu að gera núna: Ég geri nánast allt sem mér dettur í hug, sem hefur bæði sína kosti og galla. Kostirnir eru að ég fæst þá oft við verkefni sem mér finnst spennandi og áhugaverð en gallarnir eru aftur á móti að ég ögra sjálfri mér stundum fullmikið. Ég er enn að kenna í grunnskóla, er nú í vetur að kenna 1. bekk og sé einnig um skólabókasafnið. Síðan er ég líka að kenna jóga og er búin að gera það í nokkur ár. Ég er einnig sjálfboðaliði hjá samtökunum Icelandic Roots en þau samtök hafa það að markmiði að styðja við íslenska menningu og arfleifð. Þau halda úti sístækkandi íslenskum ættfræðigrunni og hjálpa frændfólki beggja vegna Atlantshafsins að tengjast, þ.e.a.s. Íslendingum og Vestur-Íslendingum. Hjá þeim er ég bókasafns-og upplýsingafræðingur og þýðandi. Ég er einnig í samfélagsmiðlateyminu og sé m.a. um að skrifa um þjóðfræðtengd málefni á Facebooksíðu þeirra. Síðan sé ég um Kvennahlaupið á Borðeyri árlega og hef gert síðan 2013 Hver eru þín helstu áhugamál: Mér finnst afskaplega gaman að kenna jóga. Hef gaman af því að ganga um hóla og hæðir, sauðfé er í miklu uppáhaldi og grunar mig að þar sé hrútfirska genið á ferð. Vestur-Íslendingar hafa líka verið mikið áhugamál lengi, eiginlega síðan ég var krakki held ég og ekki læknaðist ég af þeirri bakteríu eftir að hafa verið AFS skiptinemi í Saskatchewanfylki í Kanada um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Ég hef að sjálfsögðu mikinn áhuga á þjóðfræði og tel ég mig sterkasta á sviði þjóðsagnafræðinnar. En það eru svo mörg áhugaverð svið innan þjófræðinnar og oft erfitt að velja úr eitthvað uppáhald; þar eru t.d. þjóðtrúarverur, þjóðsögur, draugar, nútíma þjóðsögur, fjölskylduþjóðfræði, túristabúðir, kirkjugarðar og ýmislegt fleira sem ég hef áhuga á. Við vinkonur mínar úr þjóðfræðinni, Júlíana Þóra Magnúsdóttir, Bryndís Reynisdóttir, Pálína Björg Snorradóttir, Guðrún Friðriksdóttir og Helga Einarsdóttir, höfum gaman af því að skoða það sem við köllum „facelore“. Það er efni sem birtist á samfélagsmiðlum eins og Facebook í tengslum við það sem er að gerast í samfélaginu. Við höldum úti þremur opnum Facebookgrúppum. Sú fyrsta er „Þjóðfræðisöfnun – Donald Trump,“ sem við hófum þegar hann var í kosningarbaráttu sinni og er sú grúppa mjög virk. Síðan er það „Þjóðfræðisöfnun – HM í fótbolta 2018“ en hún hefur verið lítið virk síðan þá. Sú þriðja er „Þjóðfræðisöfnun – Covid 19,“ sem var nýlega stofnuð og er mjög virk. Oft er sagt „einu sinni kennari, ávalt kennari“ sem að mínu mati er hverju orði sannara. Sömu sögu tel ég að megi segja um þjóðfræðinga, „einu sinni þjóðfræðingur, ávalt þjóðfræðingur.“ Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Örugglega meiri en ég geri mér grein fyrir. Allavega er ég ekki mikið fyrir að storka örlögunum og segi iðulega 7-9-13 og banka í við þegar þess þarf. Einnig geng ég vel um stóra steina í náttúrunni, hver veit nema þar búi einhver. Ég opna ekki regnhlíf innandyra og finnst óþægilegt þegar ég sé það gert. Ég geng ekki undir stiga en ég tel það vera meira af öryggisástæðum en hjátrú. Ef ég er að flytja þá reyni ég alltaf að gera það á laugardegi, þó það sé ekki nema að fara með einn kassa. Þá hef ég byrjað flutningana á laugardegi og ekki skiptir máli hvenær restin af búslóðinni kemur. Einnig vil ég sofa fyrstu nóttina á nýju heimili annað hvort aðfaranótt laugardags eða sunnudags. Aftur á móti trúi ég ekki á ógæfu ef svartur köttur hleypur fyrir framan mig, annars væri ég í mjög vondum málum því mamma á kolsvartan kött sem hleypur oft fyrir framan mig. ** Athugið að viðburðinum hefur verið frestað **
Takið daginn frá því að fimmtudaginn 19. mars munu tveir þjóðfræðingar Alice Bower og Pétur Húni kynna efni nýlegra MA ritgerða sinna í Odda 106 í Háskóla Íslands kl. 17:30-18:30. Eins og við vitum öll eru ritgerðir í þjóðfræði einstaklega áhugaverðar og skemmtilegar og við hvetjum sem flesta til að koma og hlusta á kynningu á þessum áhugaverðu rannsóknum. Ágrip að fyrirlestrunum koma inn þegar nær dregur. Eftir kynningarnar munum við svo færa okkur yfir á Stúdentakjallarann og halda fjörinu áfram. Hlökkum til að sjá ykkur! Frá tíu ára aldri hef ég verið hugfangin af íslensku þjóðsagnaverunum, í þjóðfræðináminu beindist athygli mín sérstaklega að tröllum. Tröllasögur eru fullar af svörtum húmor og ádeilu. Meistaraverkefni mitt úr hagnýtri menningarmiðlun fjallaði um eyðiþorpið Skálar á Langanesi.
Fyrsta starf eftir útskrift? Ég starfaði við kennslu í grunnskóla þegar ég lauk BA námi og hélt því áfram í þó nokkur ár. Hvað ertu að gera núna? Ég er verkefnastjóri hjá SÍMEY, símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Þar hef ég umsjón með námsveri á Dalvík, vinn að þróunarverkefnum, kem að gerð fræðslugreininga og margt fleira. Hver eru þín helstu áhugamál? Bókalestur alltaf númer eitt, einhvern veginn verður það nú þannig að glæpasögur taka til sín stóran hluta af mínum lestrartíma, en ég er alltaf að leitast við að stækka hluta fagurbókmennta og fræðibóka í bunkanum á náttborðinu. Þar fyrir utan hef ég mjög gaman af gönguferðum, helst um íslenskar heiðar, ekki skemmir ef gott sagnafólk er með í för. Hefurðu einhverja hjátrú sem þú brýtur aldrei gegn? Nei, satt best að segja er ég skammarlega lítið hjátrúarfull. Mér er reyndar meinilla við að hrífur snúi tindum upp í loft og aldrei myndi ég drepa járnsmið viljandi, það stýrist þó held ég meira af slysahættu og virðingu fyrir lífi almennt en ótta við rigningu. Þorrablót Þjóðbrókar og FÞÍ var haldið með pompi og prakt föstudaginn 14. febrúar síðastliðinn. Heppnaðist blótið mjög vel enda frábær hópur samankominn. Maturinn var góður, skemmtiatriðin frábær og Víkivakinn stendur alltaf fyrir sínu. Í lokin var svo dansað og spjallað fram á nótt.
Sett var upp myndahorn þar sem gestir gátu tekið myndir af sér í umhverfi kuklara. Þessar myndir má sjá á Facebooksíðu Þjóðbrókar. Einnig má sjá gifmyndbönd sem hægt var að taka upp í myndahorninu hér. Við þökkum kærlega fyrir kvöldið og erum strax farin að hlakka til næsta Þorrablóts! Miðasalan á Þorrablót Þjóðbrókar og FÞÍ er í fullum gangi. Síðasti dagur miðasölu er 10. febrúar. Bæði er hægt að kaupa miða í Odda í Háskóla Íslands milli klukkan 11 og 15 en þau sem ekki komast í miðasöluna geta sent tölvupóst á felagthjodfraedinga@gmail.com eða haft samband við okkur í skilaboðum á Facebook.
Miðaverð er 6500 kr. fyrir félagsmenn Þjóðbrókar og FÞÍ og 7500 kr. fyrir aðra. Þorrablótið sjálft er svo 14. febrúar í Akóges salnum að Lágmúla 4, á 3. hæð. Húsið opnar klukkan 18:00 og borðhald hefst klukkan 19:00. Nánari upplýsingar um Þorrablótið má finna hér. Í tilefni af þorranum ætlum við að fjölmenna á Atlavöku 8. febrúar næstkomandi. 11:30-13:00 laugardaginn 8. febrúar er námskeið í íslenskum þjóðdönsum sem Félag þjóðfræðinga á Íslandi og Þjóðbrók ætla að fjölmenna á. Þetta er kjörin leið til að læra öll bestu sporin fyrir Þorrablótið sem er 14. febrúar. Einnig munu margir þjóðfræðingar mæta á Atlavöku um kvöldið svo endilega sláist í hópinn. Hvar: Í sal Þjóðdansafélags Reykjavíkur, að Álfabakka 14a (Mjóddin). Hvenær: 11:30-13:00 laugardaginn 8. febrúar ![]() Atlavaka er bráðskemmtileg þjóðlaga- og þjóðdansahátíð. Yfir daginn eru námsskeið í þjóðdönsum frá Finnlandi, Íslandi og Færeyjum. Um kvöldið er svo Atlavakan sjálf þar sem dansað er framm á nótt. Nánari upplýsingar um Atlavöku má finna hér eða með því að slá "Atlavaka 2020" inn í leitargluggan á Facebook.
Einnig eru upplýsingar um hópferðina að finna á viðburði FÞÍ á Facebook. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur þessa spennandi hátíð! Hlökkum til að sjá ykkur :D ![]() Nafn: Rannveig Karlsdóttir Útskriftarár: 2014 Lokaritgerð/-ir: Meistararitgerð mín í þjóðfræði hét „Að prjóna saman samfélag. Hlutverk og gildi handverks eftir bankahrunið 2018“. Eins og nafnið ber með sér reyndi ég að rýna í ástæður þess og merkingu að þjóðin virtist gripin hálfgerðu handverksæði í þó nokkurn tíma eftir bankahrunið 2008. Þar áður hafði ég skrifað B.Ed. ritgerð við Háskólann á Akureyri. Fyrsta starf eftir útskrift: Starf á bókasafni Verkmenntaskólans á Akureyri, ásamt kennslu í íslensku við sama skóla. Ég ætlaði að fá vinnu á bókasafninu til að forðast kennsluna enda starfað sem grunnskólakennari í nokkur ár og taldi nóg komið. En kennslan togaði fast enda ótrúlega skemmtilegt starf. Hvað ertu að gera núna? Nú sinni ég eingöngu kennslu við VMA, er m.a. að prófa mig áfram með kennslu í þjóðfræðiáfanga undir hatti íslenskunnar. Hver eru þín helstu áhugamál? Fyrst og fremst lestur en ég slæ ekki hendinni á móti góðu púsluspili. Einnig hef ég óþrjótandi áhuga á fólki og því sem það tekur sér fyrir hendur. Því les ég oft fræðibækur um það sem vekur áhuga minn hverju sinni og sæki jafnvel ráðstefnur, bara til að halda mér við í fræðunum og njóta þess að vita meira í dag en í gær. Mér finnst til dæmis alltaf jafnskemmtilegt að fylgjast með Eurovision og spá í keppnina með þjóðfræðigleraugun uppi. Ég hef líka gaman að því að lesa og skoða ýmislegt í tengslum við samfélagsmiðla og notkun (ungs) fólks á þeim. Þess á milli dett ég í sögulegt grúsk enda gegni ég stöðu ritara hjá Sögufélagi Eyfirðinga. Eiginlega má segja að ég sé áhugamanneskja um áhugamál. Hefurðu einhverja þjóðtrú sem þú brýtur aldrei gegn? Nei, en ég á þó til að banka í tré og segja 7-9-13 þegar ég er of yfirlýsingaglöð eða glannaleg í fullyrðingum um eitthvað sem framtíðin ber í skauti sér. ![]() Þorrablót Félags þjóðfræðinga og Þjóðbrókar verður haldið föstudagskvöldið 14. febrúar 2020 í Akóges salnum að Lágmúla 4, á 3. hæð. Húsið opnar 18:00 og borðhald hefst 19:00. Það verður þorramatur, hátíðarmatur, víkivaki, gleði og skemmtun! Veisluþjónustan Soho mun sjá um veitingar og líkt og undanfarin ár verður þorramatur í forrétt. Í aðalrétt verður svo hunangs og salvíu og lime marineruð kalkúnabringa, kryddjurtamarinerað hægeldað lambalæri bérnaise og innbökuð hnetusteik Wellington fyrir grænkera. Í eftirrétt verður svo frönsk súkkulaði mousse terta með perum og vanillusósu. Á staðnum er enginn bar svo gestum er frjálst að hafa með sér eigin drykki. Miðaverð er 6500 kr. fyrir félaga í Þjóðbrók og Félagi þjóðfræðinga á Íslandi og 7500 kr. fyrir vini okkar utan félagana. Miðasalan hefst á þriðjudaginn 4. febrúar og verður hægt að kaupa miða í Háskóla Íslands á milli kl. 10-15 þriðjudag til föstudags. Einnig er hægt er að fylgjast með framgangi mála á Facebook. Takið daginn frá og við hlökkum til að sjá ykkur! |
Félag þjóðfræðinga á ÍslandiHér má finna allskonar skemmtilegar fréttir um viðburði, þjóðfræðinga, þjóðfræði og hvað sem er. Ef ykkur langar að koma einhverju á framfæri má senda fréttatilkynningar á felagthjodfraedinga@gmail.com |